Greinasafn fyrir flokkinn: Snjall

Skilningslaus

Troll_Illu_1Sá leitandi spurði eitt sinn gamlan mann hvað honum kæmi fyrst í huga þegar hann hugsaði um orðin skilningur, skynsemi, skynjun, notagildi, raunveruleiki, ímyndun, trú, menntun og rökhugsun.

Unbenannt-17Sá gamli hallaður sér aftur að trjábolnum og muldraði: „Það má berja það inn í höfuðið á fólki þúsund sinnum á dag að þau sitji ekki á kyrrum og rólegum fleti heldur þeytist á ógnarhraða í kringum sól.

Það má láta fólk lesa þetta upphátt, leggja þetta á minnið og jafnvel sannfæra það um að þetta sé staðreynd en það breytir því ekki að á hverjum degi er fólk algjörlega með það á hreinu í óhagganlegri vissu sinni að upp yfir þennan kyrra og rólega flöt þeirra, mitt í allri kyrrðinni, rís sólin.

Fer þá lítið fyrir skilningi, skynsemi, skynjun, notagildi, raunveruleika, ímyndun, trú, menntun og rökhugsun.“

þýðandi: Guðrún Sævarsdóttir

deVerständnislos

ukIncomprehensible

frIncompréhensif

Tala hátt og snjállt!

troll-imadeWEB-1 Tala hátt og snjállt?

Í milljarða ára hefur hvert nýfætt barn, hvar og hvenær sem það fæddist getað skilið eiginleika tungumálsins á mjög skömmum tíma, án nokkurrar leiðsagnar eða þróaðra uppeldisfræðilegra æfinga.

Öll mannsbörn, hvar og hvenær sem þau fæðast, þurfa aðeins að heyra málfræðilega réttar setningar tungumáls sem þau þekkja ekki í 15 mínútur en að þeim tíma loknum ber hvert nýfætt barn, hvar og hvenær sem það fæðist, kennsl á hverja þá málfræðilega röngu setningu þessa óþekkta tungumáls sem kemur í kjölfarið.

Ég kalla þessa hæfni vitrænan skilning og tel hana algjörlega nauðsynlega því án hennar gæti enginn sjónrænn skilningur orðið til og án sjónræns skilnings er maðurinn algjörlega ófær um að þekkja til dæmis epli og myndi þar af leiðandi deyja úr hungri.

Ég vil því halda því leyndu að ég er einn þeirra sem hefur misst þessa færni með tímanum því ég skammast mín of mikið til að viðurkenna að ég er heimskari í dag en daginn sem ég fæddist.

Entwicklung_des_Gehirns
[Dr. Kipp, Háskóli Saarland, 2006]
Notagildi setningar er fólgið í merkingu hennar. Setning samanstendur af orðum (táknum) sem bera inntak, þ.e.a.s. það sem er raunverulega vísað í (vísimið), ásamt hugmyndum okkar um það (hugtök). Til að orð þjóni tilgangi sínum þurfa þau að tengjast ákveðnum hugtökum en séu mismunandi hugtök tengd einu og sama vísimiðinu þarf að útbúa nýtt tákn sem bætir upp það sem vantar upp á fyrra táknið. Þetta á sérstaklega við þegar táknið ber óhlutbundna merkingu en þá má velta fyrir sér hvort táknin eigi yfir höfuð rétt á sér til að byrja með.

þýðandi: Guðrún Sævarsdóttir

deSprich laut und deutlich

ukSpeak loud and clear

frParlez haut et fort