Svæðisþekking

Svæðisþekking er 25 ára!

Svæðisþekking er þverfaglegt vísindaverkefni sem hefur að markmiði sjálfbæra þróun landsvæða (sveitarfélaga) þar sem íbúar sjálfir eru í aðalhlutverki. Hugmyndin byggir á kerfisbundinni sýn á sveitarfélagið, þ.m.t. landsvæði, samfélag, forsvarsmenn og hegðun innan samfélagsins.Verkefnið leggur í megindráttum áherslu á staðbundna stjórn frekar en hnattræna sýn og byggir á þeirri vitneskju sem fæst í samskiptum fólks við hvort annað og umhverfi sitt. Í dag er öflug upplýsingatækni nýtt til að hafa áhrif á stjórnunarhætti og hegðun einstaklinga, stjórnsýslunnar og stjórnenda svæðisins. Stjórnsýsla sveitarfélagins getur aukið eða dregið úr áhrifum sínum , þátttöku almennings, jafnvægi á milli samvinnu og samkeppni, sanngjörnu og sjálfbæru aðgengi að auðlindum ásamt velferð og valddreifingu í þágu allra. Eftirlit almennings, , ætti með nýtingu á upplýsingatækni og þekkingarlausnum að veita jafnt og sjálfbært aðgengi að upplýsingum og leiða til framþróunar á sjálfbærni og aðlögunarhæfni svæðanna. Þessi skilgreining var samþykkt af vísindanefnd alþjóðadeildar Svæðisþekkingar á 12. alþjóðlegu ráðstefnu samtakanna í La Plata árið 2012.

Saga Svæðisþekkingar hófst með Catalyse, tóli til að meta landsvæði og stunda eftirlit sem skilgreindi grundvallaratriði svæðisbundinnar þekkingaröflunar árið 1989:

  • Forgangsröðun og greining á þeim þörfum sem íbúar tilgreindu.
  • Þátttaka samfélagsins, samráð og samvinna með hagsmunaaðilum og
  • mótun vísindalegra aðferða fyrir hagsmunaaðila til að auðvelda mat á verkefnum og eftirlit með svæðinu.

Upphaflega var Catalyse-tólið hannað í frönsku sýslunni (département) Doubs árið 1990 en dreifðist þaðan um Evrópu og var notað til að meta svæðisbundin framtaksverkefni með hjálp hagsmunaaðila og næsta háskóla við umrætt svæði. Þannig varð til tengslanet hagsmunaaðila og rannsakenda sem unnu saman að sjálfbæru svæðisbundnu þróunarstarfi.

Árið 1998 leiddi hugmyndafræðin á bakvið svæðisþekkingu af sér rannsóknar- og framkvæmdaverkefni sem bætti sameiginlegri þekkingu og þverfaglegri nálgun svæðisbundinna rannsókna – ómissandi hluti sjálfbærrar þróunar – við þá fjölþættu nálgun á nýtingu landssvæða sem Catalyse byggði á. Þetta verkefni varð til þess að samræmt evrópskt vísindaframtak fékk formlega viðurkenningu og átti eftir að þróa frekar aðferðir við svæðisbundna þekkingu en sem átti líka eftir að opna frekar rannsóknir á svæðisbundnu þátttökulýðræði og eftirliti.

Eftir því sem ný rannsóknarteymi og svæðisbundin frumkvöðlaverkefni bættust í hópinn stækkaði tengslanetið og verkefnið varð alþjóðlegra, sérstaklega eftir að suður-amerísku teymin í kringum „territorios posibles“ bættust í hópinn. Aðferðarfræðin þróaðist þegar sótt var um víðtæk evrópsk rannsóknarverkefni sem vörðuðu meiriháttar samfélagsleg málefni, með skipulagningu margra vísindalegra viðburða árlega og með því að vinna daglega með staðbundnum frumkvöðlaverkefnum. Smátt og smátt öðlaðist tengslanetið alþjóðlegt hlutverk sem samræmingaraðili sem kallast „International Network of Territorial Intelligence“ eða INTI. INTI uppfærir stöðugt hið samræmda rannsóknarverkefni og kynnir nývísindaframlög til þess.. Það fjallar um breitt svið nýrra hugtaka á sviði sjálfbærrar þróunar. Svæðisþekking miðar að því að ná fram samlögun verkefna með nýju þróunarmódeli sem byggir á mannlegri hegðun, velferð einstaklingsins til handa. Markmiðið er að láta samfélag hvers svæðis einbeita sér að sjálfbærri þróun með því að sameina félagslega samheldni svæðisins og umhverfisvernd ásamt því að ávarpa áskoranir fjölmenningarsamfélaga og skapa efnahagslegan árangur.

Houda Neffati og Jean Jacques Girardot
þýðandi: Guðrún Sævarsdóttir

Viltu samband við

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *