Á leiðinni

Fyrir meira en 20 árum sagði íslenskt dagblað frá því að landshornaflakkari hefði verið handtekinn af lögreglunni á flugvellinum. Pilturinn ætlaði um borð í flugvél án þess að hafa flugmiða. Hann hélt því fram að hann þyrfti ekki flugmiða því á áfangastað biði kona sem myndi greiða fargjaldið fyrir hann. Í ljós kom að hann hafði notað þessa aðferð til að ferðast landshorna á milli með rútu án þess að borga nokkru sinni fyrir miða og komst meira að segja með ferjunni til Vestmannaeyja. Þessi klóki landshornaflakkari sem langaði að upplifa eitthvað var bara 9 ára gamall og á flugvellinum lét hann líklega reyna of mikið á lukkuna.

Kannski getur þessi fyrrum Landshornaflakkari einhvern tíma sagt frá því hér hvað hann upplifði. Til að nýta tímann þangað til ætlar annar Landshornaflakkari að segja frá því hvað hefur ekki farið framhjá honum á hans ferðalögum.

þýðandi: Guðrún Sævarsdóttir

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *