“Áður en hvítir bræður okkar komu og gerðu okkur að siðmenntuðum manneskjum áttum við engin fangelsi.
Þar af leiðandi voru heldur engir glæpamenn á meðal okkar.
Án fangelsis eru engir glæpamenn.
Við höfðum hvorki lása né lykla og því voru engir þjófar meðal okkar.
Væri einhver svo fátækur að eiga hvorki hest, tjald né teppi, gáfum við honum það.
Við vorum alltof ósiðmenntuð til að telja einkaeign mikils virði.
Við sóttumst aðeins eftir eignum til að geta gefið þær áfram.
Við þekktum ekki til peninga og því var virði manns ekki metið af auðæfum hans.
Við höfðum engin rituð lög, enga lögfræðinga og enga stjórnmálamenn og því gátum við ekki svindlað hvert á öðru.
Ástandið var mjög slæmt áður en hvíti maðurinn kom og ég get ekki útskýrt hvernig við komumst af án þessara grundvallaratriða sem eru nauðsynleg í siðmenntuðu samfélagi. “
Lame Deer, Tahca Ushte, Lakota
þýðandi: Guðrún Sævarsdóttir