Skilningslaus

Troll_Illu_1Sá leitandi spurði eitt sinn gamlan mann hvað honum kæmi fyrst í huga þegar hann hugsaði um orðin skilningur, skynsemi, skynjun, notagildi, raunveruleiki, ímyndun, trú, menntun og rökhugsun.

Unbenannt-17Sá gamli hallaður sér aftur að trjábolnum og muldraði: „Það má berja það inn í höfuðið á fólki þúsund sinnum á dag að þau sitji ekki á kyrrum og rólegum fleti heldur þeytist á ógnarhraða í kringum sól.

Það má láta fólk lesa þetta upphátt, leggja þetta á minnið og jafnvel sannfæra það um að þetta sé staðreynd en það breytir því ekki að á hverjum degi er fólk algjörlega með það á hreinu í óhagganlegri vissu sinni að upp yfir þennan kyrra og rólega flöt þeirra, mitt í allri kyrrðinni, rís sólin.

Fer þá lítið fyrir skilningi, skynsemi, skynjun, notagildi, raunveruleika, ímyndun, trú, menntun og rökhugsun.“

þýðandi: Guðrún Sævarsdóttir

deVerständnislos

ukIncomprehensible

frIncompréhensif

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *